18.09.2010 13:11
Skondið eða hvað ?

Í Njarðvíkurslipp standa hlið við hlið tveir bátar þ.e. Steinunn Finnbogadóttir BA 325 og Ósk KE 5. Fyrir nokkru réðist eigandi þess fyrrnefnda með mjög harkalegum og ósvífnum hætti á eiganda þess síðarnefnda á Moggablogginu, með þeim afleiðingum að stjórnendum Moggabloggsins lokuðu á bloggsíðuna.
Ekki ætla ég að ræða um skrif þessi, en fannst það hinsvegar vera skondið að bátar þeirra beggja skuli standa saman uppi í slipp. Sá fyrrnefndi, hefur raunar ekkert farið úr slippnum síðan hann var tekinn í gegn fyrir meira en ári síðan og er nú kominn á söluskrá, en hinn síðarnefndi er í slipp vegna vélarviðgerðar, en er annars í fullri útgerð.

1855. Ósk KE 5 og 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, í Njarðvíkurslipp
© myndir Emil Páll, 18. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
