17.09.2010 20:00
Fleygur í endurbyggingu fyrir varðveislu
Nú um 15 ára skeið hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar átt bát sem smíðaður var í Bátalóni í Hafnarfirði 1955 og síðustu tvö árin hefur hann staðið fyrir utan smíðaverkstæði Björns Þ, Björgvinssonar sem tók að sér að endurbyggja bátinn, en sökum fjárskorts hefur verkið tafist.
Saga þessa báts er í stuttu máli þessi að hann hét fyrst Svanur GK 240 og var úr Höfnum, síðar bar hann nöfnin Kópur RE 124, Björgvin Jónsson BA 1 og Fleygur ÞH 301.
Bátinn rak á land í Sandgerði um áramótin 1966-67 og brotnaði en var síðan gerður upp. Eftir töluverða útgerð var hann síðan talinn ónýtur og tekinn af skrá 28. des. 1994.
Annars birtist ítarleg saga bátsins á síðu Rikarðs Ríkarðssonar fyrir nokkrum misserum, en tengill á þá síðu má finna hér til hægri á þessari síðu.




5079. ex Fleygur ÞH 301, í Hafnarfirði í dag © myndir Þorgrímur
Ómar Tavsen, 17. sept. 2010
Saga þessa báts er í stuttu máli þessi að hann hét fyrst Svanur GK 240 og var úr Höfnum, síðar bar hann nöfnin Kópur RE 124, Björgvin Jónsson BA 1 og Fleygur ÞH 301.
Bátinn rak á land í Sandgerði um áramótin 1966-67 og brotnaði en var síðan gerður upp. Eftir töluverða útgerð var hann síðan talinn ónýtur og tekinn af skrá 28. des. 1994.
Annars birtist ítarleg saga bátsins á síðu Rikarðs Ríkarðssonar fyrir nokkrum misserum, en tengill á þá síðu má finna hér til hægri á þessari síðu.




5079. ex Fleygur ÞH 301, í Hafnarfirði í dag © myndir Þorgrímur
Ómar Tavsen, 17. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
