17.09.2010 14:41

Stormur SH kominn á flot á ný

Stormur SH 333 er kominn á flot á ný og liggur nú utan á sandflutningaskipinu Sel í Njarðvíkurhöfn. Ekki er sjáanlegt að nein dæla sé tengd bátnum og hann hafður utan á öðrum og því reikna menn trúlega með að hann sé orðinn það þéttur að hann leki ekki meir. Spurningin því hvort það sé rétt, svo og hvenær hann verður dreginn norður, eins og fram kom hér fyrr í dag.


          586. Stormur SH 333, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 17. sept. 2010