17.09.2010 08:45
Stormur SH ekki rifinn, heldur endurbyggður á Húsavík
Þrátt fyrir allar þær úrtöluraddir um að Stormur SH ætti að rífa eða sökkva í sæ, hefur eigandi bátsins haft brennandi áhuga fyrir að endurbyggja hann. Virðist hann hafa verið á því, þrátt fyrir að báturinn hafi sokkið tvisvar með stuttu millibili og eins rekið á land.
Hvað sem þessu líður, þá hefur sú niðurstaða fengist að hægt væri að endurbyggja bátinn og því er nú verið að þétta hann m.a. með að slá hampi í hann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og síðan á að draga bátinn til Húsavíkur þar sem hann verður gerður upp.
Tók ég þessar myndir af bátnum í Njarðvíkurslipp í morgun og sést þar sem verið er að vinna við hann.

Starfsmaður frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur að vinna við að þétta bátinn

586. Stormur SH 333 í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 17. sept. 2010
Hvað sem þessu líður, þá hefur sú niðurstaða fengist að hægt væri að endurbyggja bátinn og því er nú verið að þétta hann m.a. með að slá hampi í hann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og síðan á að draga bátinn til Húsavíkur þar sem hann verður gerður upp.
Tók ég þessar myndir af bátnum í Njarðvíkurslipp í morgun og sést þar sem verið er að vinna við hann.

Starfsmaður frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur að vinna við að þétta bátinn

586. Stormur SH 333 í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 17. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
