17.09.2010 08:45

Stormur SH ekki rifinn, heldur endurbyggður á Húsavík

Þrátt fyrir allar þær úrtöluraddir um að Stormur SH ætti að rífa eða sökkva í sæ, hefur eigandi bátsins haft brennandi áhuga fyrir að endurbyggja hann. Virðist hann hafa verið á því, þrátt fyrir að báturinn hafi sokkið tvisvar með stuttu millibili og eins rekið á land.
Hvað sem þessu líður, þá hefur sú niðurstaða fengist að hægt væri að endurbyggja bátinn og því er nú verið að þétta hann m.a. með að slá hampi í hann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og síðan á að draga bátinn til Húsavíkur þar sem hann verður gerður upp.
Tók ég þessar myndir af bátnum í Njarðvíkurslipp í morgun og sést þar sem verið er að vinna við hann.


         Starfsmaður frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur að vinna við að þétta bátinn


      586. Stormur SH 333 í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 17. sept. 2010