17.09.2010 00:00

Dísa GK 124 úr Vogum, Elín KE 24 úr Keflavík, ásamt Binna í Gröf KE 127

Þessar myndir eru teknar úr skemmtiferð sem ég fór með Binna í Gröf KE 127 sennilega á áttunda og eða níunda áratug síðustu aldar. Á fyrstu þrem sjáum við þegar skipverjinn á Dísu GK 124 úr Vogum sýnir okkur stóran og vænan af þeim gula.
 
Þá er það Elín KE 24 sem oft hefur komið við sögu hér á síðunni, en þó ekki undir þessu nafni, heldur sem Kristín ST 96, en sem slíkur flutti t.d. varðskip hann frá Hólmavík til Keflavíkur og nú stendur hann úti í Garði.

Þá birtast einnig fimm myndir sem teknar voru um borð í Binna í Gröf, þar sem ég sést ásamt skipstjóra og öðrum eigandanum Hallgrími Færseth. Einig sést Hallgrímur með dóttur sinni Olgu Færseth og að lokum sést hinn eigandinn Kjartan Sigurðsson um borð í bátnum






                                             Dísa GK 124 úr Vogum


                                 5796. Elín KE 24, nú Kristín ST 96


     419. Binni í Gröf KE 127, Hallgrímur Færseth ásamt Olgu
Færseth í brúarglugganum


                               Emil Páll, Hallgrímur og Olga í brúargluggunum


         Sama mynd stækkuð aðeins


               Hallgrímur, heitinn Færseth, ásamt dóttur sinni Olgu Færseth


                                       Kjartan Sigurðsson, hinn eigandinn
© myndir Emil Páll, á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar, út af Keflavíkinni og á Stakksfirði