16.09.2010 19:56
John ex Rangá
Hér sjáum við danskt flutningaskip sem bar þarna nafnið John og var með heimahöfn í Söby í Danmörku og er myndin tekin í Keflavíkurhöfn er það kom þangað 12. maí 1978. Skip þetta hét áður Rangá og var með heimahöfn í Bolungarvík. Eftir John-nafnsins bar það nöfnin Estland, Ranga, High Wind, Kostas P og Philippos K og brann í Perama 21. júlí 2007 og var rifinn í Aliga 10. ágúst 2007.

John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 12. maí 1978

John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 12. maí 1978
Skrifað af Emil Páli
