16.09.2010 17:29

Kyrrsett í Keflavík

Skemmtiferðaskipið Antarctic Dream, sem í eina tíð var herskip, liggur nú kyrrsett við bryggju í Keflavík. Þangað kom það sl. þriðjudag með 82 farþegar sem voru að koma úr siglingu um norðurhöfin og stóð til að skipið færi síðan um kvöldið suður á bóginn, ef veðrið yrði ekki mjög slæmt. En skipið er enn í Keflavík, þrátt fyrir að veðrið sé gengið niður, því sama dag og það kom þangað mættu um borð fulltrúar frá Alþjóða-siglingastofnuninni og gerðu úttekt á skipinu og í framhaldi af henni var skipið kyrrsett þar til búið væri að endurbæta og laga það sem krafist er. Eru því viðgerðamenn nú um borð til að koma skipinu í haffært ástand að nýju.


                  Antartic Dream bak vil lokað hlið á hafnargarðinum í Keflavík


                    Antarctic Dream í Keflavík © myndir Emil Páll, 16. sept. 2010