15.09.2010 08:51

Crown Prinsess komst ekki að bryggju sökum veðurs


Skemmtiferðaskipið Crown Princess hætti við að koma að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík 8. sept. sl, vegna of mikils vinds. Stjórnendur skipsins treystu sér ekki til að snúa skipinu í vindinum, sem var um 12 m/sek og upp í 16 m/sek í hviðum. Skipið lá á ytri höfninni frá kl 13:00 þar til það fór um sexleitið. 

Kemur þetta fram á vef Faxaflóahafna