15.09.2010 08:45

Hans Jakob í kröppum dansi

Síðdegis í gær fylgdist fjöldi manns með því þegar Hans Jakob sigldi fram hjá Garðskaga á leið frá Sandgerði til Hafnarfjarðar. Fannst mönnum ljós að nýir eigendur þekktu ekki vel aðstæður, því báturinn sigldi of nálægt landi, nú veður var vont og lagðist hann nánast á hliðina um tíma. Var þetta á sjötta tímanum í gær og síðan hélt hann áfram för sinni og liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn.

Meðal þeirra sem fylgdust með honum voru aðilar sem koma að björgun o.fl.



    1639. Hans Jakob GK 150, hefur nú verið seldur til Tálknafjarðar, eins og kom fram hér
á síðunni 7. sept. sl
. © mynd Emil Páll