14.09.2010 21:49

Flateyri með fjögurra ára millibili

Sigurbrandur sendi mér 2 myndir sem hann  tók á Flateyri með nákvæmlega 4 ára millibili. Á  (efri) myndinni af bátunum sem er tekin í ágúst 2006 eru f.v. 1321 Bjarmi BA 326 nú Stormur BA 777, þá kemur 1013 Halli Eggerts ÍS 197, sem er farinn í pottinn góða, næstur er 11 Siggi Þorsteins ÍS 123, sem er víst líka horfinn af sjónarsviðinu, og þá kemur 1014 Ársæll SH 88, sem ég held að hafi borið nafnið Dúi þarna, og er núna Ársæll ÁR 66.

Seinni  myndin (sú neðri) skýrir sig sjálf, en hann  tók hana í lok júlí í sumar 2010 á nákvæmlega sama stað bara betra veður. Þarna er ekkert í líkingu við það sem var 4 árum áður.

Sendi ég Sigurbrandi kærar þakkir fyrir.


                                         Flateyri, í ágúst 2006


                                    Flateyri, á sama stað, í lok júlí 2010
                                               © myndir Sigurbrandur