14.09.2010 10:21

Tveir yfirgefa Bugtina

Eins og ég sagði nýlega frá, þá var úthlutað það litlum sandkolakvóta á dragnótabátana í ár, að þeir eiga sumir hverjir í vandræðum með að veiða í Bugtinni í Faxaflóa og nú hafa tveir þeirra, þ.e. Grindavíkurbátarnir Askur GK 65 og Farsæll GK 162, yfirgefið Bugtina og hafið veiðar fyrir utan það veiðisvæði af þessum orsökum.