14.09.2010 09:58
Antarctic Dream, gamalt herskip í Keflavík
Farþegaskipið Antarctic Dream kom í nótt til Keflavíkur með rúmlega 80 farþega, en skipið var að koma norðan úr höfum. Frá Keflavík mun skipið fara suður á bóginn, í kvöld ef veður spillir ekki fyrir og þá án farþega. Skip þetta er eitt þeirra sem siglir í norðurhöfum á sumrin en suðurhöfum á veturna.
Þetta skip er nokkuð merkilegt fyrir þær hluta sakir að hér er á ferðinni gamalt herskip, sem gert var að farþegaskipi. Á skipinu má finna byssustæðið, þá eru brú eða stýrishús í raun á tveimur hæðum og er hægt að sigla frá báðum stöðum, því sömu tækin eru þar til staðar og ýmislegt fleira sem notað er á herskipum.
Þessar myndir sem hér birtast tók ég um kl. 8 í morgun og þá var sólin að fara svolítið illa með mig, hvað myndatökur varðar, en það verður bara að hafa það.



Antarctic Dream í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010
Þetta skip er nokkuð merkilegt fyrir þær hluta sakir að hér er á ferðinni gamalt herskip, sem gert var að farþegaskipi. Á skipinu má finna byssustæðið, þá eru brú eða stýrishús í raun á tveimur hæðum og er hægt að sigla frá báðum stöðum, því sömu tækin eru þar til staðar og ýmislegt fleira sem notað er á herskipum.
Þessar myndir sem hér birtast tók ég um kl. 8 í morgun og þá var sólin að fara svolítið illa með mig, hvað myndatökur varðar, en það verður bara að hafa það.



Antarctic Dream í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
