14.09.2010 09:51
Katla: Sjósett í gær, nærri sokkin í morgun
Lítill trillubátur Katla sem var sjósett í Garðinum í gær og sigldi þaðan í Grófina í Keflavík, maraði í hálfu kafi er komið var að honum í morgun. Raunar vantaði aðeins nokkra sentrimetra til að hann sjórinn næði yfirhöndinni. Var slökkilið Brunavarna Suðurnesja fengið til að dæla upp úr bátnum. Að sögn eiganda grunar hann að báturinn hafi verið orðinn of gisinn eftir veru sína uppi á landi.

Brunavarnir Suðurnesja í Grófinni í morgun

Slökkviliðsmenn og eigandi bera dælu úr bátnum


Katla, í Grófinni, eftir að dælt hafði verið upp úr henni © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010

Brunavarnir Suðurnesja í Grófinni í morgun

Slökkviliðsmenn og eigandi bera dælu úr bátnum


Katla, í Grófinni, eftir að dælt hafði verið upp úr henni © myndir Emil Páll, 14. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
