12.09.2010 13:20

Þorgrímur Ómar Tavsen

Einn úr þeim duglega hópi sjómanna og ljósmyndara, sem sent hefur mér mikinn fjölda ljósmynda til birtinga hér á síðunni, er Þorgrímur Ómar Tavsen. Myndir frá honum eru af skipum og eins af samskipverjum um borð. En lítið hefur borið á myndum af honum sjálfum, þó ein og ein hafi slæðst með. Ég stóðst því ekki mátið þegar ég var að skoða myndasöfn hans á Facebook-síðu hans að stela þessum tveimur myndum og birta hér.


    Þorgrímur Ómar Tavsen, að greiða skötuselsnes um borð í
                        Sægrími GK 525 í síðasta mánuði


       Þorgrímur Ómar, að flaka fisk á bryggjunni
á Hofsósi, fyrir ferðamenn sem fóru út með
honum í sjóstangaveiði, en hvenær veit ég ekki

             © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen, en ljósmyndarar ókunnir