11.09.2010 11:39
Úr Keflavíkurhöfn í morgun
Frekar er rólegt í höfnum á Suðurnesjum, dragnótabátarnir í landi og einstaka bátur á sjó. Þessa mynd tók ég í morgun og sýnir fjóra báta, frá öðru sjónarhorni en venjulega er tekið.

Fremstur í röðinni er 500. Gunnar Hámundarson GK 357, þá 1811. Askur GK 65, 1636. Farsæll GK 162 og 1575. Njáll RE 275. Ofan við bátanna má sjá þrjú gömul fiskverkunarhús, sem hafa þó öll nema eitt skipt um hlutverk. Svonefnt Keflvíkingshús, nú trésmiðja. Hraðfrystistöð Keflavíkur nú ofnasmiðja og Hraðfrystihús Keflavíkur nú vinnsluhús Hólmgríms Sigvaldasonar, sem er orðinn einn stærsti útgerðarmaðurinn í bæjarfélaginu © mynd Emil Páll, 11. sept. 2010

Fremstur í röðinni er 500. Gunnar Hámundarson GK 357, þá 1811. Askur GK 65, 1636. Farsæll GK 162 og 1575. Njáll RE 275. Ofan við bátanna má sjá þrjú gömul fiskverkunarhús, sem hafa þó öll nema eitt skipt um hlutverk. Svonefnt Keflvíkingshús, nú trésmiðja. Hraðfrystistöð Keflavíkur nú ofnasmiðja og Hraðfrystihús Keflavíkur nú vinnsluhús Hólmgríms Sigvaldasonar, sem er orðinn einn stærsti útgerðarmaðurinn í bæjarfélaginu © mynd Emil Páll, 11. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
