10.09.2010 07:53
Búddi KE 9, kominn af skötuselsveiðunum
Eins og ég sagði frá hér á síðunni í vikunni tóku þeir bátar sem verið hafa á skötuselsveiðum, netin upp og sigldu í land, þar sem leiguverðið er orðið of hátt. Á Snæfellsnesi hafa verið alla vega Suðurnesjabátarnir Sægrímur GK og Búddi KE, en sá síðarnefndi er í raun nýkominn á þessar veiðar. Þeir eins og aðrir tóku upp netin og sigldu í land og er ekki séð að þeir fari á veiðar á næstunni.
Sægrímur liggur í Rifshöfn en Búddi sigldi með netin í sér til Sandgerðis þar sem hann liggur nú og tók ég þessar myndir þar af honum í gær.


13. Búddi KE 9, í Sandgerðishöfn í gær © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Sægrímur liggur í Rifshöfn en Búddi sigldi með netin í sér til Sandgerðis þar sem hann liggur nú og tók ég þessar myndir þar af honum í gær.


13. Búddi KE 9, í Sandgerðishöfn í gær © myndir Emil Páll, 9. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
