10.09.2010 07:28
Sif HU 39 fargað
Samkvæmt vefmiðlunum norðanátt.is og hunathing.is stendur nú yfir hreinsunarátak við höfnina á Hvammstanga og því verður báturinn Sif HU 39 fjarlægður.
Bátur þessi hafði í upphafi smíðanúmer 2 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur á árinu 1956 og hét fyrst Ólafur Magnússon KE 25. Hefur hann legið í höfninni á Hvammstanga í allmörg ár og var m.a. afskráður sem fiskiskip á árinu 2006. Þá sökk hann í höfninni 29. sept. 2008 og náð upp samdægurs.
Hefur því verið rætt um að Hringrás taki að sér að taka bátinn í tvennt og farga honum og mun það verk hefjast á næstu vikum.
Mynd sú sem nú birtist var ein af mörgum sem birtist um málið á vefnum hunathing.is

711. Sif HU 39, við norðurgarðinn á Hvammstanga © mynd af vefnum Húnathing.is
Bátur þessi hafði í upphafi smíðanúmer 2 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur á árinu 1956 og hét fyrst Ólafur Magnússon KE 25. Hefur hann legið í höfninni á Hvammstanga í allmörg ár og var m.a. afskráður sem fiskiskip á árinu 2006. Þá sökk hann í höfninni 29. sept. 2008 og náð upp samdægurs.
Hefur því verið rætt um að Hringrás taki að sér að taka bátinn í tvennt og farga honum og mun það verk hefjast á næstu vikum.
Mynd sú sem nú birtist var ein af mörgum sem birtist um málið á vefnum hunathing.is
711. Sif HU 39, við norðurgarðinn á Hvammstanga © mynd af vefnum Húnathing.is
Skrifað af Emil Páli
