08.09.2010 20:45

Sprengjan á Rifi

Eins og fram kemur í færslu hér neðar á síðunni kom Skinney SF 20 með virkt tundurdufl til Rifshafnar í dag. Með færslunni voru myndir frá Þorgrími Ómari Tavsen sem hann tók í dag af togskipinu í Rifshöfn og nú hefur Alfons Finnsson sent mér mynd sem hann tók fyrir mbl.is og birtist þar í dag. Sýnir myndin tundurduflið komið upp á bryggju. Birti ég mynd Alfons hér og eins undir umræddri færslu.

Sendi ég honum kærar þakkir fyrir þetta.


     Tundurduflið komið upp á bryggju í Rifshöfn í dag og er þarna í umsjón lögreglu og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar © mynd Alfons Finnsson 8. sept. 2010