08.09.2010 16:32

Skötuselsveiðarnar stopp og tóku bátarnir upp í dag

Flestir þeirra báta sem stundað hafa skötuselsveiðar tóku upp netin í dag, þar sem leiguverðið á kvóta fyrir þessa fisktegund er orðið það hátt að útgerðirnar treysta sér ekki til að gera út á þær, miðað við þetta verð.
Það sem sjómönnum á þessum bátum finnst furðulegast er að leigusalarnir geta ekki leigt kvóta nema fram að áramótum, þar sem ákvæði er í nýjustu lögum um skötuselsveiðar að ekki má veiða í net á tímabilinu frá áramótum og fram í maímánuð. Því er ljóst að ef þeir bjóða ekki upp á sanngjart verð núna, missa þeir af umtalsverðum leigutekjum.