07.09.2010 07:24

Fær Breki að hvíla í votri gröf við Álfsnes?

Samkvæmt heimildum mínum hefur verið sótt um heimild til Umhverfisráðuneytisins að fá að sökkva endanlega Breka eftir kvikmyndatökunar, Vilja menn að honum verði sökkt framan við Álfsnes og gerður þar af æfingastað fyrir kafara. Báturinn er talin mjög heppilegur í það hlutverk, þar sem búið er að fjarlægja úr honum allt spillefni.


    733. Stormur-Breki ex Reynir GK 355, í hlutverki 848. Breka VE 503, í Helguvík. Nú er spurning hvort heimild verði samþykkt þess efnis að hann verði í framtíðinni neðansjávar út af Álfsnesi sem æfingastaður fyrir kafara © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010