06.09.2010 19:09

Bátasafnið í Sandgerði

Af vefnum 245.is:


Jónatan Jóhann Stefánsson.  Í baksýn má sjá Gullskipið.

Jónatan Jóhann Stefánsson vélstjóri á Klapparstíg 1 í Sandgerði opnaði heimili sitt á Sandgerðisdögum og bauð áhugasömum að skoða bátasafnið sitt.  Þar má m.a. finna eftirlíkan af hinum sögufrægu skipum Titanic og Gullskipinu svokallaða.

Titanic fórst í jómfrúarferð sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna árið 1912 er það sigldi á borgarísjaka og sökk á nokkrum tímum.  Skipið var á sínum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Það var 269 m langt og 28 metra breitt. 

Gullskipið svokallaða var hollsenskt skip sem bar heitið Het Wapen van Amsterdam.  Það strandaði á Skeiðarársandi sunnudaginn 19. september 1667.

Myndir: Smári / 245.is | lifid@245.is