06.09.2010 14:22

Þór HF 4 í dokk

Myndir og texti af vef Hafnarfjarðarhafnar:


                2149. Þór HF 4, í dokk í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar

Togarinn Þór HF 4 var tekinn í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar að morgni fimmtudagsins 2. september.
Þór er einn aflahæsti skuttogarinn á Íslandi á liðnu fiskveiðiári. Hann verður nú tekinn vel í gegn fyrir næsta fiskveiðiár, hreinsaður, málaður og gert við það sem aflaga hefur verið.
Það er útgerðarfyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði sem gerir Þór út frá Hafnarfirði. Stálskip fagnar bráðlega 40 ára starfsafmæli, en það eru hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson sem hafa stýrt fyrirtækinu frá upphafi.
Fyrsta togarann, sem þau gerðu út, keyptu þau úr fjöru utan við Skutulsfjörð og gerðu upp til útgerðar og hafa gert út togara með nöfnunum Rán, Ýmir og Þór alla tíð síðan.
Þór HF 4 heldur á veiðar strax að lokinni yfirhalningu.


             2149. Þór HF 4, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar