06.09.2010 12:35

Verður Birtu siglt til Akureyrar til viðgerðar

Eins og sagt hefur verið frá áður hér á síðunni hafa aðilar á Grenivík safnast um að kaupa Birtu VE 8 frá Njarðvík til Grenivíkur þar sem gera á bátinn upp og nefna hann síðan fyrsta nafninu sem hann bar þ.e. Ægir Jóhannsson ÞH. Vandamálið fram að þessu hefur verið það að báturinn hefur ekki hafnfæriskírteinu, vegna þess að hann sigldi á bryggju í Keflavík 1. mars sl og skemmdist við það stefnið og eitthvað þar í kring.
Rætt hefur verið um að sigla honum þó til Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur og gera við hann þar. Nú er  hinsvegar komið í ljós að á morgun kemur suður vanur skipasmiður að norðan, sem mun skoða tjóni og ef honum lýst þannig á þá verður gert við hann til bráðabirgða hér fyrir sunnan og honum síðan siglt til Akureyrar þar sem gert verður við hann að fullu. Enda eru þar aðilar sem hafa enn þekkinguna til að gera við tréskip.


     1430. Birta VE 8 sem verður aftur Ægir Jóhannsson ÞH, í Njarðvíkurhöfn í morgun
                                      © mynd Emil Páll, 6. sept. 2010