06.09.2010 12:29

Breki sökk fyrir slysni

Eins og ég hef sagt frá hér á síðunni sökk leikarinn Breki VE í Helguvík nú fyrir helgi og taldi ég það vera þáttur í leikgerðinni við kvikmyndinni Djúpið. Nú er hinsvegar komið í ljós að það var slysni að báturinn sökk þarna, en það gerðist er verið var að taka upp atriði þar sem báturinn er nánast settur á hliðina. Mun honum því verða sökkt fljótlega með fullum vilja þeirra sem þarna stjórna.


    733. Breki á hafsbotni í Helguvík á dögunum © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010