05.09.2010 18:20
Fjóla dregin til Hafnarfjarðar
Fyrir nokkrum dögum eða nánar tiltekið 28. ágúst sl. sótti varðskipið Týr, Fjólu SH 121 út á miðin þar sem báturinn var vélavana og dró að landi í Hafnarfirði. Nú birti ég mynd af því þegar léttabátur varðskipsins kom með bátinn til Hafnarfjarðar og síðan aðra sem ég tók af bátnum þar sem hann er uppi á bryggju í Hafnarfirði.
Þetta er sami báturinn og hvoldi út af Austfjörðum á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar mannanna um borð drukknaði.

Léttabátur varðskipsins Týs kemur með 1516. Fjólu SH 121 til Hafnarfjarðar © mynd Týr 28. sept. 2010

1516. Fjóla SH 121 uppi á bryggju í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
Þetta er sami báturinn og hvoldi út af Austfjörðum á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar mannanna um borð drukknaði.
Léttabátur varðskipsins Týs kemur með 1516. Fjólu SH 121 til Hafnarfjarðar © mynd Týr 28. sept. 2010

1516. Fjóla SH 121 uppi á bryggju í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
