05.09.2010 18:00
Hvað eiga þessir bátar sameiginlegt?
Einhver myndi segja að þeir væru báðir stálbátar. Jú það er rétt en ég er ekki að leita að því, heldur þeim furðulegu atriðum að báðir hafa þeir í tvígang verið gerðir út frá sömu verðstöð, en að visu bara í annað skiptið á sama tíma.
Málið er að báðir bátarnir hófu feril sinn hérlendis með GK númeri og í eigu Miðness hf. í Sandgerði, þ.e. Reynir GK 177 nú Stormur BA 777 og Jón Gunnlaugs GK 444 nú Jón Gunnlaugs ÁR 444. Þá hafa þeir báðir verið gerðir út frá Þorlákshöfn og höfðu þá ÁR númer, ekki var það þó á sama tíma, en 1321. hét á tímabili Júlíus ÁR 111 og eins Júlíus ÁR 110 með heimahöfn í Þorlákshöfn.

1204. Jón Gunnlaugs GK 444 og 1321. Stormur BA 777, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
Stutt söguágrip beggja bátanna er svohljóðandi.
1204. Smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík 1972 og hefur borið þessi tvö nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444 og núverandi nafn: Jón Gunnlaugs ÁR 444.
1321. Smíðaður 1968 í Vestnes, Noregi og hefur borið nöfnin: Bye Senior N194Ö, Reynir GK 177, Július ÁR 111, Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Július Ívar IS 207 (í einn dag), Júlíus Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Geir KE 1, Stormur KE 1 og nú Stormur BA 777.
Málið er að báðir bátarnir hófu feril sinn hérlendis með GK númeri og í eigu Miðness hf. í Sandgerði, þ.e. Reynir GK 177 nú Stormur BA 777 og Jón Gunnlaugs GK 444 nú Jón Gunnlaugs ÁR 444. Þá hafa þeir báðir verið gerðir út frá Þorlákshöfn og höfðu þá ÁR númer, ekki var það þó á sama tíma, en 1321. hét á tímabili Júlíus ÁR 111 og eins Júlíus ÁR 110 með heimahöfn í Þorlákshöfn.

1204. Jón Gunnlaugs GK 444 og 1321. Stormur BA 777, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
Stutt söguágrip beggja bátanna er svohljóðandi.
1204. Smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík 1972 og hefur borið þessi tvö nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444 og núverandi nafn: Jón Gunnlaugs ÁR 444.
1321. Smíðaður 1968 í Vestnes, Noregi og hefur borið nöfnin: Bye Senior N194Ö, Reynir GK 177, Július ÁR 111, Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Július Ívar IS 207 (í einn dag), Júlíus Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Geir KE 1, Stormur KE 1 og nú Stormur BA 777.
Skrifað af Emil Páli
