04.09.2010 14:55

Gömlu bekkjamyndirnar - nú með nöfnum

Gömlu skólamyndirnar sem ég birti hér á síðunni fyrir stuttu, endurbirti ég nú, þar sem ég afhenti í dag betri eintök til þeirra sem á myndunum eru og mættu í árgangagönguna á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Nú birti ég með nöfn allra sem á myndunum eru, nema eins sem ekki er klár hver er.

Ástæðan fyrir birtingu hér á síðunni, er að margir sem á þeim eru hafa tengst sjósókn og/eða útgerð síðar á lífsleiðinni, eða kynnst maka sem hafa farið í þær atvinnugreinar.


                            Barnaskólinn í Keflavík, 5. bekkur C, 1959-1960

F.v. Efsta röð: Stefán Bjarnason, Guðbjörn B. Bjarnason, (óþekktur frá USA og gæti heitið Marinó?), Sigurður Arnbjörnsson, Ormur Þór Georgsson, Valur Margeirsson, Guðmundur Halldórsson, Jóhannes Jóhannesson, Einar G. Björnsson og Gísli Reimarsson. Mið röð: Pétur Marteinsson, Emil Páll Jónsson, Díana Erlendsdóttir, Þorbjörg Ráðhildur Óskarsdóttir, Karl Steinar Guðnason (kennari), Guðríður Sjöfn Hreiðarsdóttir Lewy, Agnes Björnsdóttir, Guðmundur Brynleifsson og Heimir Skarphéðinsson. Fremsta röð: Sigrún Halldórsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Sigrún Lingberg, Kristjana Pála Erlingsdóttir, Halla Jónsdóttir, Kristín Hrönn Ragnarsdóttir, Lilja Björnsdóttir og Ásta Sigurðardóttir.


                                Barnaskólinn í Keflavík, 6. bekkur C, 1960-1961

F.v. Efsta röð: Agnes Björnsdóttir, Þorbjörg Óskarsdóttir, Emil Páll Jónsson, Guðbjörn Bjarnason, Valur Margreirsson, Jóhannes Jóhannesson, Díana Erlendsdóttir og Guðríður Hreiðarsdóttir. Mið röð: Lilja Björnsdóttir, Pála Erlingsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Sigrún Lingberg, Ásta Sigurðardóttir, Júlía Sveinsdóttir og Hrönn Ragnarsdóttir. Neðsta röð: Karl Steinar Guðnason (kennari), Sigurður Arnbjörnsson, Ormur Georgsson, Pétur Marteinsson, Gísli Reimarsson, Stefán Bjarnason, Friðrik Þorbergsson, Guðmundur Brynleifsson og Einar Björnsson

                                                                           Útgefandi: Emil Páll Jónsson epj@epj.is