03.09.2010 18:09

Hafnarfjörður: Drafnarslippur að verða Daníelsslippur?

Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni, stóð til að Daníelsslippur sem einu sinni var í Reykjavík en flutti síðan upp á Akranes færi í gamla Drafnarslippinn í Hafnarfirði. Nú hefur það gerst og hafa nokkrir bátar verið teknir þar upp síðustu vikurnar. Vandamálið er þó það búið er að fjarlægja garðana og ekki fæst leyfi til að byggja nýja og því kemst bara einn bátur upp í einu og verður hann í sleðanum
Nú er það 1175. Erna HF 25 sem er í slippnum, eins og sést þá þeim myndum sem þessu fylgja og voru teknar í dag.






       1175. Erna HF 25, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði, eða á kannski frekar að segja í Daníelsslipp í Hafnarfirði  © myndir Emil Páll, 3. sept. 2010