02.09.2010 20:03

Heimsmet hjá Sirrý ÍS

Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík setti í gærkvöldi heimsmet í lönduðum afla smábáta.
Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík setti í fyrrakvöld  heimsmet í lönduðum afla smábáta.

 

Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík setti í fyrrakvöld heimsmet í lönduðum afla smábáta en heildarafli bátsins var tæp 1.729 tonn á fiskveiðiárinu sem lauk nú um mánaðarmótin. Fyrra heimsmetið átti annars bolvískur bátur, Guðmundur Einarsson ÍS, sem landaði 1.500 tonnum á fiskveiðiárinu 2005/2006. Afli Guðmundar Einarssonar ÍS var tæp 1.600 tonn á nýafstöðnu fiskveiðiári. Skipstjóri á Sirrý ÍS er Sigurgeir Steinar Þórarinsson og var hann að vonum ánægður þegar hann kom að landi með 7,3 tonn. Stærstur hluti aflans var ýsa og þorskur. Sirrý ÍS fór í 297 róðra á fiskveiðiárinu sem þýðir að báturinn hefur að meðaltali komið með 5.821 kíló að landi í hverjum róðri sem er ótrúlegur árangur hjá 15 tonna smábáti.

Kom þetta fram á bb.is sem hafði þetta eftir vikari.is