02.09.2010 11:45
Ljósanótt: Óðinn og Jón Oddgeir komnir á vaktina
Í morgun var Ljósanótt formlega sett í Reykjanesbæ og verður hátíðin fram á sunnudag, en aðal dagurinn er þó laugardagurinn. Eins og undanfarin ár streymir fjöldi björgunar- og aðstoðarbáta til að vera til taks ef eitthvað bregður út af, enda fer dagskráin að miklu leiti fram við sjóinn. Í gær kom Jón Oddgeir í Keflavíkurhöfn, en var áður í Njarðvikurhöfn og skil ekki af hverju hann mátti ekki vera þar áfram og í morgun kom Óðinn skip Landhelgisgæslunnar í Grófina.

2474. Jón Oddgeir í Keflavíkurhöfn


7653. Óðinn, í Grófinni © myndir Emil Páll, 2. sept. 2010

2474. Jón Oddgeir í Keflavíkurhöfn


7653. Óðinn, í Grófinni © myndir Emil Páll, 2. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
