01.09.2010 19:08
Njarðvíkurslippur: 7 hreyfingar á tveimur dögum
Þeir höfðu í nógu að snúast hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú síðustu tvo daga. Samtals voru sjósettir, teknir upp, eða fluttir milli staða sjö bátar. Í gær voru sjósettir eftir viðhald, 1811. Ask GK 65 og 1666. Svönu Dís KE 29. Tekinn var upp 163. Jóhanna Margrét SI 11 sem fer í förgun og 1381. Magnús KE 46 var fluttur frá stað í Njarðvik og að varðskipi í Keflavíkurhöfn sem flutti bátinn til Ísafjarðar. Í dag voru teknir upp 1855. Ósk KE 5, 1321. Storm KE 1 og 7080. Sæmund Fróða.

Úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © mynd Emil Páll, 1. sept. 2010

Úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © mynd Emil Páll, 1. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
