01.09.2010 15:00

Breki komin í Helguvík

Í hádeginu í dag dró hafnsögubáturinn Auðunn Breka út í Helguvík og er nú unnið að því að snúa honum á hvolf og sökkva. Hvort það gerist fyrir myrkur er ekki vitað á þessari stundu. Hér eru þrjár myndir sem ég tók við þetta tækifæri


           2043. Auðunn dregur 733. Breka frá Njarðvík og út í Helguvík, hér eru þeir staddir á Stakksfirði framan við Keflavíkina í hádeginu í dag


                             733. Breki kominn að bryggjuplaninu í Helguvík


               Kranarnir gerðir klárir til að velta bátnum við og sökkva honum
                                 © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010