01.09.2010 09:09
Bæði fjarlægt og sett nýtt
Ýmsir iðnaðarmenn virðast leggja mikið kapp á að gera Breka, klárann í Njarðvikurhöfn áður en honum verður sökkt í Helguvík vegna myndatökunnar Djúpið. Þarna eru menn að fjarlægja ýmislegt úr bátnum og jafnfram að smíða annað nýtt í hann. Þessar myndir tók ég í morgun við bátinn í Njarðvikurhöfn


733 eða 848. Breki VE 503 í Njarðvikurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010
Skrifað af Emil Páli
