31.08.2010 18:50
Bryndís SH 128 hjá Sólplasti
Í dag kom báturinn Bryndís SH 128 til smá endurbóta hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Endurbæturnar ligga aðalega í því að setja á hann hliðarskrúfu. Að sögn Kristjáns Nielsen hjá Sólplasti verður hann afgreiddur á mjög stuttum tíma, því verkefnin eru það mikil hjá fyrirtækinu í dag að þau eru farin að afþakka fleiri verkefni.
Eins og oftast sáu Jón og Margeir í Grindavík um að koma bátnum á áfangastað.



2576. Bryndís SH 128, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., Sandgerði nú undir kvöld
© myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010
Eins og oftast sáu Jón og Margeir í Grindavík um að koma bátnum á áfangastað.



2576. Bryndís SH 128, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., Sandgerði nú undir kvöld
© myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
