31.08.2010 15:14
Týr flytur Magnús til æskustöðvanna
Rétt upp úr hádeginu fór varðskipið Týr frá Keflavík, með bátinn Magnús KE 46 innanborðs, en báturinn hefur verið seldur til Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði og þangað flytur varðskipið hann.
Mikil skrif urðu hér á síðunni um Magnús í vor, er gerður hafði verið munnlegur sölusamningur um hann til Húsavíkur, en þeim samningi var rift þegar í ljós kom að báturinn stóðst ekki söluskoðun, en miklar endurbætur þurfa að fara fram á honum og er hinum nýja eiganda kunnugt um þær og mun endurbyggja bátinn.
Segja má að Magnús sé þar með á leið á æskustöðvarnar, því þó hann væri smíðaður í Hafnarfirði var hann smíðaður fyrir aðila á Ísafirði sem gerði hann síðan þaðan út sem Gunnar Sigurðsson ÍS.

1381. Magnús KE 46, um borð í varðskipinu Tý, í Keflavíkurhöfn

1421. Týr, með Magnús KE 46 um borð

1381. Magnús KE 46 um borð í Tý


1381. Magnús KE 46, kveður heimahöfn sína, Keflavík

1421. Týr, tekur strikið út á Stakksfjörðinn, með 1381. Magnús KE 46 um borð
© myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010
Mikil skrif urðu hér á síðunni um Magnús í vor, er gerður hafði verið munnlegur sölusamningur um hann til Húsavíkur, en þeim samningi var rift þegar í ljós kom að báturinn stóðst ekki söluskoðun, en miklar endurbætur þurfa að fara fram á honum og er hinum nýja eiganda kunnugt um þær og mun endurbyggja bátinn.
Segja má að Magnús sé þar með á leið á æskustöðvarnar, því þó hann væri smíðaður í Hafnarfirði var hann smíðaður fyrir aðila á Ísafirði sem gerði hann síðan þaðan út sem Gunnar Sigurðsson ÍS.

1381. Magnús KE 46, um borð í varðskipinu Tý, í Keflavíkurhöfn

1421. Týr, með Magnús KE 46 um borð

1381. Magnús KE 46 um borð í Tý


1381. Magnús KE 46, kveður heimahöfn sína, Keflavík

1421. Týr, tekur strikið út á Stakksfjörðinn, með 1381. Magnús KE 46 um borð
© myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
