30.08.2010 23:13

Sirrý ÍS með 1700 tonn á einu ári

Af bb.is

Línubáturinn Sirrý ÍS hefur aflað vel á yfirstandandi fiskveiðiári.
Línubáturinn Sirrý ÍS hefur aflað vel á yfirstandandi fiskveiðiári.

 

Línubáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík hefur aflað vel á yfirstandandi fiskveiðiári en þessi 15 tonna bátur hefur komið með yfir 1.700 tonn að landi frá því 1. september 2009 af því er fram kemur á vefnum vikari.is. Báturinn landaði tæpum sjö tonnum á föstudag og komst þar með í 1.704 tonn, sem jafngildir rúmlega 140 tonnum á mánuði. "Uppistaðan í afla bátsins hefur verið þorskur, ýsa og steinbítur og má ætla að þessi eini smábátur skili þjóðarbúinu hátt í einum milljarði í útflutningstekjur á ári hverju," segir á vikari.is