30.08.2010 19:51

Hannes Jón í vinnufötunum

Síður eins og þessi hafa verið allt of slakar að sýna sjómenn við störf sín á hafi úti eða um borð í farkostum sínum. Frekar hafa verið birtar myndir af skipunum. Að sumu leiti er þetta af áhugaleysi lesenda, sem virðast ekki hafa neinn sérstakan áhuga um að skrifa skoðanir, frekar þegar slíkar myndir birtast. Á þetta við um allar síðurnar, en engu að síður er alltaf gaman að birta myndir þegar slíkar myndir reka á fjörur mínar og því greip ég það þegar þessi mynd kom til mín í dag og það skemmtilega er að maðurinn sem þarna er í vinnufötunum, er sá sami og tók myndirnar af drekkhlöðnu Eyjabátunum Kap og Ísleifi, er birtust hér á síðunni í morgun. Sá heitir Hannes Ingi Jónsson og er skipfélagi þess sem tók myndina af honum, Hilmari Bragasyni sem hefur sent mér margar myndir eftir sig. Þeir eru báðir á Sigurði Ólafssyni SF 44.


                                Hannes Ingi Jónsson © mynd Hilmar Bragason