29.08.2010 15:45

Gandí VE 171

Frá því að Vestmanneyingarnir keyptu togarann, hefur verið ýmislegt bras við hann og nú síðast brotnuðu tveir stimplar í vélinni og var hann dreginn til hafnar á Austfjörðum. Þaðan dró Jón Vídalín hann til viðgerðar í Hafnarfirði. Að sögn kunnugra er það mjög algengt að ef skip liggja lengi, komi margt upp á sem þarf að laga, en sem kunnugt er þá lá togarinn lengi í Hafnarfjarðarhöfn sem Rex RE 24.


   2702. Gandí VE 171, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Jóhannes Guðnason, 20. apríl 2010