27.08.2010 21:51

Blíðfari GK 204

Þetta er í raun fyrsti Olsen báturinn, en þeir voru gallaðir allir, því þeir voru í raun stórhættulegir og því þurfti að breikka þá, Þessi strandaði hinsvega á leið til nýrra eiganda.

    2039. Blíðfari GK 204, í smíðum hjá Vélsmiðju Ol. Olsen © mynd Emil Páll, 1987

Smíðanúmer 1 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf., Njarðvík, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Smíði lauk 1987. en þó var báturinn ekki sjósettur fyrr en 3. ágúst 1989 og þá í Njarðvík.

Strandaði við Þjórsárósa 25. ágúst 1990 á leið frá Njarðvík til nýrra eiganda á Breiðdalsvík.

Nöfn: Blíðfari GK 204 og Vöggur GK 204.