27.08.2010 12:11

Uppskipun úr bæjarútgerðarskipinu í Reykjanesbæ

Í morgun fór fram uppskipin úr Jóhönnu Margréti SI sem legið hefur í fjölda ára við bryggju í Njarðvíkurhöfn en er nú komin í eigu Reykjaneshafnar. Þó fingralangri séu búnir að stela öllu eigulegu úr bátnum, var lestin full af fiskikörum, sem nú voru tekin úr skipinu, svo það gæti farið að komast í sínu hinstu vöru, undir klippurnar.


    163. Jóhanna Margrét SI 11 var fulllestuð af fiskikörum og var þeim skipað upp í morgun © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2010