27.08.2010 08:35

Verður látinn sökkva í Helguvík

Langt er komum tökum á kvikmyndinni um Helliseyjaslysið. Síðustu atriðin á sjó, eru í raun þau að setja bátinn á hliðina og sökkva honum síðar. Ákveðið hefur verið að honum verði sökkt í Helguvík og kom hann því fyrir eigin vélarafli til Njarðvikur í gærkvöldi, en þar á að fjarlægja úr honum öll spilliefni s.s. olíuna af vélinni o.fl. Að því loknum mun hafnsögubáturinn Auðunn draga hann út í Helguvík, því olíulaus geta þeir ekki siglt sjálfir.


             733. Breki eða 848. Hellisey VE 503 í Njarðvikurhöfn snemma í morgun
                                    © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2010