26.08.2010 17:27

Haukdal

Nafnið Haukdal er að vísu grínnafn á bátnum og málað af vinum þess sem átti hann í Keflavík þar til nýverið að hann var seldur til Patreksfjarðar, þar sem eldisstöð hefur keypt hann..
Bátur þessi var ásamt nokkrum öðrum smíðaðir úr plaströrum hjá Ofnasmiðju Suðurnesja m.a. til nota við laxeldi hér syðra. Þessi sem er sá eini sem eftir er, var mun burðugri, en hinir og m.a. með kjöl, þá getur hann flutt kör sem er auðvitað nauðsynlegt fyrir þjónustubát við eldi.

Svona til að gera mér smá greiða fór seljandinn úr Keflavík í smá ferð fyrir mig út á Keflavíkina, svo ég gæti tekið af honum myndir á ferð og hér kemur myndasyrpa bæði úr Grófinni og eins af honum á siglingu á Keflavíkinni í dag.








                                       © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010