26.08.2010 12:37
Loksins komst Selur af stað
Loksins var í morgun nógu gott veður fyrir pramman Sel að fara með bólfærin 19 inn undir Vatnsleysuströnd þar sem þeim er sökkt sem bólfæri fyrir kræklingarækt. Eru það nýir aðilar sem þarna eru að hefja ræktina og eru steinar þeim sem sökkt eru um tvö tonn að þyngd hver og einn. Var búið að hlaða þá hangandi utan á bátinn í síðustu viku, en þá brældi og slituðu fjórir þeirra af og sukku til botns. Var þeim náð upp og hafðir um borð í prammanum þar til í morgun að þeim var raðað á bátinn að nýju. Hér er myndasyrpa sem ég tók í morgun er steinunum var raðað að nýju utan á bátinn og eins myndir af Selnum hefja siglinguna, en hraðinn var ekki mikill eða trúlega undir einni sjómílu svo steinarnir myndu ekki slitna af á leiðinni.





5935. Selur, á leið út á Stakksfjörðinn, frá Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010





5935. Selur, á leið út á Stakksfjörðinn, frá Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
