26.08.2010 12:31

Fjórir á förum?

Það skildi þó ekki vera að þessir fjórir bátar sem að undanförnu hafa legið í Njarðvíkurhöfn séu allir á förum. Það mun gerast ef áætlanir standast. En varðandi hvern og einn þeirra er þetta um að vera.

Bæjarútgerð Reykjanesbæjar, þ.e. Jóhanna Margrét sem nú er í eigu hafnarinnar, mun vonandi fara fljótlega í niðurrif.
Láru Magg var búið að gera munnlegan sölusamning, er kaupandinn varð bráðkvaddur og því er hann kominn á söluskrá að nýju.
Birta fer til Grenivíkur og verður að nýju Ægir Jóhannsson
Stormur SH fer a.m.k. upp í slipp og þar verður framtíð hans ráðin.


    Njarðvíkurhöfn í morgun,.f.v. 163. Jóhanna Margrét SI 11, 619. Lára Magg ÍS 86, 1430. Birta VE 8 og 586. Stormur SH 333 © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2010