25.08.2010 22:38

Margit FD 271, þessi var smíðaður fyrir íslendinga er er nú frá Færeyjum

Smíðastaður þessa báts, er Pólland/Hafnarfjörður og Reykjavík og var seldur út landi þriggja ára gamall og þá til Færeyja, þar sem hann er nýkominn á söluskrá.

Fyrir neðan myndina verður saga bátsins sögð.


                             Margit FD 271 © mynd Skipini.com

Skrokkur bátsins var innfluttur frá Skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk í Póllandi og átti að verða nýsmíði nr. 4 hjá Ósey hf., í Hafnarfirði og fá síðan nafnið Friðrik Bergmann SH.
Það fór þó ekki svo, því skrokkurinn skemmdist í eldi í Skipasmíðastöðinni Ósey og tryggingafélagið seldi hann til Daníelsslipps í Reykjavík þar sem lokið var við smíðiina og fékk hann því þar smíðanúmerið 6.

Sjósettur í Reykjavík 16. janúar 2000, en ekki afhentur fyrr en 3. apríl 2000.

Hönnun, teikningar og eftirlit með smíði var í höndum Skipa- og vélatækni ehf., Keflavík.

Seldur úr landi til Færeyja 24. janúar 2003. Þar var hann fyrst gerður út frá Thorshavn og síðan Saltangará.

Nöfn: Sigurður Einar RE 62, Hvitabjörn TN 1167 og núverandi nafn: Margit FD 271.