25.08.2010 18:02
Sólplast: Góð verkefnastaða
Ef litið er yfir útisvæðið hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði sést að verkefnastaðan er góð, þessa daganna, því inni í húsum eru líka bátar. Þau verkefni sem mestur kraftur er í þessa daganna, er endurbætur á Lágey ÞH, eftir strandið fyrir norðan, endurbætur á Guðrúnu Petrínu sem áður hefur verið sagt frá og svo er að hefjast lenging á Líf GK um 1.2 metra.

2651. Lágey ÞH 265 og þarna sést maður vera að vinna við bátinn, auk þess sem fleiri koma þar að verki

7463. Líf GK 67. Sá bátur fer að öllum líkindum inn í hús á morgun, en lengja á hann um 1.2 metra.

Þetta mátti sjá á útisvæðinu hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 25. ágúst 2010

2651. Lágey ÞH 265 og þarna sést maður vera að vinna við bátinn, auk þess sem fleiri koma þar að verki

7463. Líf GK 67. Sá bátur fer að öllum líkindum inn í hús á morgun, en lengja á hann um 1.2 metra.

Þetta mátti sjá á útisvæðinu hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 25. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
