25.08.2010 09:05
Sæljón RE 317
Sendi þér mynd sem mér þykir virkilega góð. Hún er af Sæljóni RE 317 sem afi minn, Gunnar Guðmundsson lét byggja fyrir sig í Esbjerg, Danmörku 1955 Á þessum tíma var greinilega verið að byggja vitann sem er á Norðurgarði í Reykjavíkurhöfn, því hann ber akkúrat við hvalbakinn á bátnum.
Sendi ég Rafni kærar þakkir fyrir og birti sögu bátsins undir myndinni
839. Sæljón RE 317 © mynd í eigu Rafns Haraldssonar
Smíðaður í Esbjerg í Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.
Dæmdur ónýrut 1974, en endurbyggður að nýju 1979. Sökk 5. október 1988, 6 sm. N af Siglunesi.
Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 stendur eftirfarandi: Sævík er verkun í eigu Gunnars Guðmundssonar sem alltaf var kenndur við bátinn sinn og kallaður Gunnar á Sæljóninu.
Báturinn var oft aflahæstur Grindavíkurbáta og eitt árið þ.e. 1955 var hann hæstur báta við Faxaflóa.
Nöfn: Sæljón RE 317, Sæljón GK 103, Sæljón SU 103, Sæjón SH 103 og Sæljón EA 55.
