25.08.2010 08:45

Sérkennileg umræða um Súluna, sem er á leið í pottinn




     1060. Súlan EA 300 að koma til Helguvíkur sl. vetur í einni af sínum síðustu ferðum með loðnu til vinnslu © myndir Emil Páll, 2. mars 2010

All sérstæð umræða hefur átt sér stað um þetta fræga aflaskip eftir að loðnuvertíð lauk í vetur. Hófst umræðan í raun er ljósmyndari síðunnar Bjarni G. sendi myndasyrpu sem ég birti nú tvær myndir úr aftur, Syrpa þessi var um það þegar skipið var tekið upp í slipp á Akureyri og tekið fljótlega niður og lagt.
Kom fram þá að ástæðan fyrir því að ekki var gert við það, hafi verið að við skoðun hefði komið í ljós að skipið var óviðgerðarhæft vegna tæringar og myndi því fara í pottinn. Ekki voru allir síðuhaldarar sáttir við þessa fregn að skipið færi í pottinn og fullyrti einn að hann hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að svo færi ekki. Raunar fullyrti sá sami einnig á árinu að hann hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að Margrét EA myndi halda rauða litnum eftir söluna til Neskaupstaðar, en allir vita hvernig það fór eins og nú með Súluna og pottinn.
Fyrir nokkrum vikum hófst síðan umræða á öðrum síðum um að réttast væri að varðveita Súluna sökum þess sögulega gildi sem skipið hefði. Ekki efast ég um það sögulega gildi, en spurningin er auðvitað hvort, ekki hafi verið ansi seint í rassinn gripið með þá umræðu, því þá var trúlega búið að ganga frá sölusamningi á skipinu til niðurrifs í Belgíu, Því í gær átti skipið af kveðja Akureyri í hinsta sinn og fara á einhverja hafnir hérlendis og safna brotajárni sem það færi síðan með sér til Belgíu.

Hér fyrir neðan endurbirti ég tvær af þeim myndum sem voru í syrpu Bjarna G. og voru teknar á Akureyri 16. og 17. apríl sl.


         1060. Súlan EA 300 á leið í slippinn á Akureyri 16. apríl 2010 © mynd Bjarni G.


    1060. Súlan EA 300, komin úr slippnum á Akureyi 17. apríl 2010 © mynd Bjarni G.