25.08.2010 08:35
Stökkpallur í sjóinn
Oft eru tilviljanirnar skemmtilegar. Í gær þegar ég var að mynda ungmennin sem hópuðust í Farsæl GK í Keflavíkurhöfn og voru að stökkva í sjóinn, tók ég jú eftir því að við hlið mér var einhver annar að mynda, án þess að pæla meira í því. Þegar myndatökunni var lokið sá ég að það var hinn góði símamyndamaður Þorgrímur Ómar Tavsen, en oft hef ég undrast á því hvað hann nær góðum myndum á símann sinn. Birti ég því myndir af sama málinu frá okkur báðum og eins og sést þá er símamyndin hans mjög góð, þó hún sé auðvitað ekki með sama aðdrátt og mynd sem tekin er úr ljósmyndavél og sérstaklega vél með einhverja aðdráttarlinsu. En eins og menn sjá á þessu tekur hann myndirnar á gsm-símann sinn og sendir mér þær beint úr símanum.

Krakkahópurinn um borð í Farsæli í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. ágúst 2010

Sami atburður tekinn með ljósmyndavél og aðdáttarlinsu © mynd Emil Páll, 24. ágúst 2010

Krakkahópurinn um borð í Farsæli í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 24. ágúst 2010

Sami atburður tekinn með ljósmyndavél og aðdáttarlinsu © mynd Emil Páll, 24. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
