24.08.2010 17:23
TL E20782 á heimleið til Lyon með viðkomu á Íslandi
Í dag kom franskur bátur til Neskaupstaðar, frá Vopnafirði, þar sem hann var í gær. Ekki liggur klárt fyrir hverskonar bátur þetta sé, en ef heimasíða hans er skoðuð sést að hann er á heimleið úr ferð sem hófst í Lyon og þaðan var siglt vestur með suðurströnd Íslands og til Grænlands og síðan sömu leið til baka, nema nú var farið austur með norðurlandi og einnig komið við á einhverjum fjörðum fyrir austan. Fyrir þá sem vilja vita meira um ferð bátsins er bent á vefsíðu hans www.ecotroll.net




Fyrir utan netfangið er númerið TL E20782, eina merkingin á bátnum, en hann er með franska fánann í húni. Hér sjáum við hann á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 24. ágúst 2010
